fredag den 28. december 2007

Oriental ást í C:F Möllers Allé 10.


Þá hefur Steini loks eignast félaga hérna í Danmörku, því að nágrannarnir á móti okkur heilluðust algerlega af Steina enda ekki furða þegar um er að ræða verðlaunakött. Þau sem sagt fengu sér oriental kettling fyrir skömmu, en það er tæplega fimm mánaða læða, Mika litla. Steini situr oft við útidyrahurðina og bíður eftir því að fá að komast yfir og hitta draumadísina sína Miku. Stundum finnst Steina hún vera fullfjörug, og er hann eftir sig þegar hún fer heim. Svona er kvennkynið stundum fullfjörugt.

Nokkrar jóla myndir







Jólin hafa gengið vel fyrir utan veikindi sem að fjölskyldu meðlimir hafa skipst á að hafa og þó aðalega heimasætan. Enn allt er þetta í rétta átt. Við þökkum öllum sem að sendu okkur gjafir, jólakort og fallegar hugsanir á jólunum.

mandag den 24. december 2007

Gleðileg jól

Við óskum fjölskyldu og vinum gleðilegra jóla og farsælda á komandi ári. Við látum í leiðinni fylgja með frumlegasta jólakortið sem við fengum sent frá Örlygi Kristfinnssyni og fjölskyldu á Siglufirði.

Kæru vinir - kære venner
Hér eru hvít jól (hvide jul) - undanfarið (sidste ugen) hefur verð þetta brúna myrkur (mörket har været helt brun) og hiti í lofti (luften varm) 10-15 gráður dag eftir dag (dag efter dag) og skammdegið (de korteste og sidste dagene hver aaret) því (thi)kolbikasvart (kulbekesort)) og hlýtt (varmt) - en nú er hann (han er trolig de berömte vejretguderne), guði sé lof (Gud ske lov) genginn í norðanátt (med vind av nord) með frosti og snjókomu (þú hlýtur að muna hvað það þýðir, snjókoma kan for exempel betyde snökommelse) og blessað myrkrið (velbesignet mörket) orðið bjart eins og vera ber (som det skulle blive) á íslenskum jólum (i islandske juletiden)
- - - (ég nenni þessu ekki meira, það er ekki hægt að standa í þessum þýðingum endalaust) - - -

Ja, min kære ven - vi her i Sæbyhuset har det meget hyggeligt og gott i vores smukke ravnesködet Siglufjord, Julelysene i alle deres dejlige farver inne og ude paa husene og træerne og paa korsene i gravehavene begge to og alle her i byen önsker jer god jul, dig, fruen og börnene, og de fleste bad mig om at nævne hvor saart de savner jer - Siglufjord er ikke den samme sted siden I rejste ibort! Alle de smaa træerne i skogrægten har stedigt grædt uhyggelige og nu siden i gaar hanger grylekerter fra deres sorgfulle grener - men immellemtiden glæder alle de smaavoksne busker midt i byen sig i deres minde om mannen med farlige klipperne som nu er langt langt i borte - heldigvis! - og de alle, mandfolket, træerne og buskene i byen, önsker dig og din famelie godt nyt aar med haabe om gensyn uden klipper, kniver og andre djevelsens instrumenter som er produsetet i verden til at mannen kan herske naturen som Gud selv har skabt!
Ja, tak for sidst bad Gudny mig at sige til alle og vi maa stole pa at i januar eller februar sender hun jer bolsjör eller noget andet gott og södt i munden.
Men venlig julehilsen!
Den gamle og hvidskægget Orlyg

søndag den 16. december 2007

Heimasætan,örverpið og sjötta sortin.

'Ivar Franz gleðst æði mikið þegar mamma hans ákveður að baka kökur, segir við mömmu sína dugleg mamma mín, ertu að baka ?? Þarna erum við Ívar Franz einmitt að vinda okkur í baksturinn, sjöttu sortina sem að kölluð er hindberjatoppar. Gaman að segja frá því að litla svuntan sem að drengurinn er með er frá því að ég var lítil og fékk ég hana frá ömmu Gullu, er hún ekki sæt. 'A þessum líka tímapunkti áttum við sambýlisfólkið einnig von á gest eða jafnvel gestum, en þau komust því miður ekki vegna mikilla anna, svefnleysis, gestagang nágrannabarna, of langrar fjarlægðar á metrostðð, svefntíma barna, ílla útbúna svefnkerru, verkkvíða fyrir piparkökubakstri, synaskeiðabólgu vegna laufabrauðsútskurðar svo eithvað sé talið. En þarna misstu þau tækifærið á bragða glóðvolgar kökurnar, nýbökuðu pylsuhornin, og njóta góðra jólatónlistar með Önnu Mjöll. ( Jólarokk jólarokk..)

lørdag den 15. december 2007

Danski jólasveinninn.


Í dag fórum við í nokkrar búðir í Frederiksberg Centrum og hittum þar fyrir danska jólasveininn sem gaf okkur sælgæti og talaði við okkur á dönsku. Hann var eithvað ruglaður karlinn á öllum krökkunum og taldi að við værum dönsk börn og þóttist vita nöfnin okkar.
hann hefur örugglega verið búin að vinna of mikla yfir vinnu. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.

Amma Valdís í heimsókn

Amma Valdís kom í stutta heimsókn um daginn. Það var mjög gaman að fá hana þó að flestir hafi legið í flensu á meðan heimsókn hennar stóð yfir. Við sendum elsku ömmu okkar bestu jólakveðjur og vonumst til að sjá hana fljótt aftur.

Garðyrkju hornið


Í vikunni sem leið var ég að gróðursetja meðfram mÓtorveginum í Valby. Gróðursett var í gegnum plast Kvist og skriðmispill. Báðar þessar tegundir eru algengar á Íslandi. Enn götutréin í miðjunni eru líklegast Eikartré. Í lokin eru svo beðin hulin með kurli.

tirsdag den 11. december 2007

Vinnustaður Auðar

Fyrsti vinnustaður Auðar í Danmörk er Börnehuset sem er Leikskóli og vöggustofa við Gullfossgade á Íslandsbryggju. Þar eru þrjár vöggustofudeildir fyrir börn frá um tíu mán. til rétt tælega þriggja ára, svo eru tvær deildir fyrir leikskólabörnin. Þær heita röd stue og gul stue og vinn ég á þeirri síðarnefndu. Við erum samanlagt með 32 börn, miserfið auðvitað...en á danskann mælikvarða eru mín börn ótrúlega þæg og góð mundi ég segja !!




Hér er slóðin:
http://www.gullfossgade.dk/personale.asp

lørdag den 8. december 2007

Hver getur verið án Ora bauna um jólin.

Ora grænar baunir á boðstólnum um jólin í Danmörku.
Vegna mikillar eftirspurnar frá Íslenskum námsmönnum í Kaupmannahöfn og þá sérstaklega á Íslandsbryggju, hef ég hafið sölu á Ora grænum baunum. Enginn sannur Íslendingur getur verið án þeirra um jólin og það sem er enn betra að fátækir námsmenn geta borðað þær eintómar.
Verð á stykki er aðeins 30 kr danskar og bætist við sendingar kosnaður.
Sannað er að náttúrulega græna litarefni í baununum getur bætt námsárangur til mikilla muna.

onsdag den 5. december 2007

Jenný systir og Gummi mágur




Hér er mynd af Jenný systir í ljósmóður gallanum ásamt stall systur sinni. Jenný er þessi með dökka hárið. Hún útskrifaðist með glæsibrag í júní síðastliðin og við eigum eftir að gefa henni útskriftargjöf sem hún fær kannski þegar hún kemur í heimsókn. Gætum til dæmis boðið henni frítt í Tivoli. Við erum virkilega stollt af Jenný fyrir þennan glæsilega árangur, því að ég og mamma höfðum alltaf miklar áhyggjur af henni á táningsárunum.(var í slæmum félagskap og kom seint heim á kvöldin.) Það svo þegar hún kynntist drauma prinsinum frá Hrútafirði sem það tók að birta til. Og á hinni myndinni má svo sjá hinn Hrútfirska mág og svila Guðmund Pálmasson í alvarlegum hugleiðingum á msn.
Hver hefði trúað því að borgarbarnið hefði tekið sveitapilt upp á arminn þar sem hún hefur lengi þjáðst af landsbyggðar hræðslu. Þau eiga svo yndilega drengi saman og einn smá hund.

mandag den 3. december 2007

Nú líða fer að jólum og hátíð er í bæ.


Aðventukransinn er þá tilbúinn í öllu sínu veldi, ljós komin í glugga og senn líður að jólum. Við erum farin að hlakka til jóla og erum spennt að upplifa hérna dönsk jól. Gaman í Dk og góð stemning. Jólarokk jólarokk hátíðar rokk syngjum hér saman því barn er oss fætt , á jólablli skemmti ég mér það er svo svaka gaman hér...Nei án gríns þetta er yndislegur tími.

lørdag den 1. december 2007

Amore, ást án landamæra.


Ástin er ótrúleg. Rétt eftir miðja síðustu öld, nánar tiltekið 1990 skrapp Solla núverandi mágkona mín og systir mín til Gautaborgar. Þar hitti hún fyrir frinnskan draumaprins og er fyrsta myndin af þeim í faðmlögum við það tækifæri. Takið eftir snjóþvegnu gallabuxunum og permanettinu sem margir eru búnir að gleyma hvernig leit út. Þau hittust svo ekki fyrr enn 15 árum seinna fyrir algera tilviljun og tókust þá ástir aftur með þeim. Þau höfðu ekki gleymt hvort öðru og hugsuðu oft til hvors annars. (þó útlitið væri nú örlítið breytt, engar snjóþvegnar buxur og aðeins færri hár og sveifluminni toppur. ) Fljótlega eftir þetta varð mágkona mín og systir barnshafandi eftir finnska prinsinn og nú fyrir nokkrum mánuðum fæddist þeim yndislegur sonur sem ber það fallega nafn Tómas Leonard Tanska. Þau hafa búið sér fallegt heimili í fallegri og bjartri íbúð með litlum sætum bakgarði í úthverfi Gautaborgar, einnig má þess geta að með þeim býr kötturinn Tarja sem að er að tegundinni ragdoll. (vonum að það sé rétt ritað hjá okkur. ) Hún er afskaplega falleg læða en jafnframt mjög vör um sig og að því leyti ólík syni okkar honum Steinríki. 'oskum við litlu fjölskyldunni farsældar á komandi árum og óskum þeim alls hins besta.