lørdag den 23. februar 2008

Ívar Franz 3.ára 23.febrúar 2008







Ívar Franz okkar var þriggja ára í dag, 23. febrúar og óskum við honum innilega til hamingju með afmælið sitt. Hver hefði trúað því fyrir ári síðan að eftir ár væri hann orðinn talandi á dönsku og farinn að syngja eins og engill sem að hann gerir svo sannarlega. Hann átti yndislegann afmælisdag og fékk alls 17 gesti til sín, ekki slæmt það. Hann fékk sjálfur að skreyta bangsakökuna sína, og sést á myndinni hversu falleg hún var. Takið eftir einbeitingarsvipnum á honum ! Þökkum við gestum okkar fyrir komuna og fallegar gjafir til stráksins okkar. Afmælisbarnið sofnaði svo vært um kl. tíu eftir góðann dag, hann fékk að fara í mömmu og pabba rúm í nýja bolnum frá Ragnheiði frænku.

søndag den 17. februar 2008

Vetrarfrí





Drageyri eða Dragör pa dansk er á suðausturhluta Amager og var á miðöldum mikilsverð síldveiðihöfn þar sem söltuð var síld og seld víða um heim. Þegar síldveiði minnkaði varð Drageyri einkum kunn sem hafnsögumannsbær. Lengi lögðu skip Íslands upp frá Drageyri og lætur Halldór Laxness Jón Hreggviðsson bónda á Rein leggja upp í síðustu ferð sína til Íslands í skáldsögunni Íslandsklukkunni með þeim orðum að það sé góðs viti að leggja af stað til Íslands frá Drageyri. Við heimsóttum staðinn með Mundu á Fimmtudaginn. Það var smá svona sigló síldar stemmning í bænum. Þetta er mjög vinalegur bær með fallegum byggingum og smá miðbæ. Við fórum líka út í gamallt virki frá því um 1914 og þar var tekinn mynd af Katrínu og Gauta, í baksýn má sjá brúnna sem tengir Danmörk við Svíþjóð.

Vetrarfrí




Í síðustu viku var vetrarfrí í skólanum. Við höfum gert margt skemmtilegt í fríinu. Við fórum í keilu, og með Mundu til Dragor. Einnig fórum við í Bió og í dag fórum við í ZOO. Það var gaman að sjá öll dýrin. Ljónin voru að gæða sér á einni belju og Skógarbirnirnir vildu ekki láta taka mynd af sér. Geiturnar eru alltaf mjög vinalegar við Ívar Franz.

tirsdag den 12. februar 2008

Mæðginadagurinn góði.



'A laugardaginn var ákváðum við Gauti að eiga saman dag, bara við tvö. Ferðinni var heitið niður í bæ, leyfði ég stráknum að ráða og hann valdi að fara í sívalaturninn á Köbmagergade (milli striks og Nörreport.) Þetta þótti honum mjög gaman og flott að horfa yfir borgina fögru. Svo enduðum við á veitinga stað,, Italiano pizzeria,, eithvað fyrir okkur. Snæddum þar dýrindis pizzur og ískalt kók með sítrónu í. ER hægt að gera mikið betur, en við gerðum þann samning okkar á milli að ég mætti kíkja í nokkrar skóbúðir og hann mátti fara í allar dótabúðirnar sem á vegi okkar var. Svo hann valdi sér smá lego og dreka hálsmen í HM !! Keypti mér enga skó, áttaði mig skyndilega á því að ég á flott skósafn sem að ekki er nauðsynlegt að bæta inní strax..kannski eftrir 1 mán eða svo. Hér kemur smá fróðleikur um sívalaturninn(maðurinn minn er af svo góðum ættum segir systir hans svo nú tekur hann við !)

Sívaliturn eða Rundetarn er ein af sérkennilegustu byggingum borgarinnar og er hluti af þrenningarkirkjunni.
Turninn var vígður árið 1637 og átti í fyrstu að verða stjörnu athugunar stöð. Segir sagan að árið 1716 hafi Pétur mikli rússakeisari riðið upp turninn í fylgt Katrínar miklu sem hann dró í eftirvagni. Glæsilegt útsýni yfir Kaupmannahöfn og nágrenni blasir við þegar komið er upp á topp turnsins.

mandag den 11. februar 2008

Ættfræði hornið



Árið 2000 fórum við fjölskyldan til Danmerkur að heimsækja ættingja. Þar á meðal Jón Axel frænda og fjölskyldu. Þessar myndir eru úr þeirri ferð og við fengum þær sendar frá Elsu frænku.
Þó við höfum ekki stoppað nema einn dag hjá frændfólkinu er þetta enn minnistæður dagur. Það var virkilega gaman að heimsækja þau og svo var veðrið frábært, enda fóru frænkurnar Jenný og Katrín á ströndina.

søndag den 10. februar 2008

Faste lavn, 3. feb.







Faste lavn er sambland af öskudegi og bolludegi hér í Danmörku. Börnin okkar klæddu sig auðvitað upp og okkur var boðið í bollukaffi til Láru nágrannakonu okkar. Yndælis vatnsdeigsbollur þar á ferð, með karamellusósu og tilheyrandi. Katrín var pönkari sem er hennar drauma,,look,, en vonum að ekkert verði úr pönkaradraumnum. Gauti klæddi sig upp sem svarthöfða úr Starwars myndunum, ekkert smá flottur. 'Ivar Franz var veikur og er ennþá, en hann á fínan latarbæjarbúning sem að mamma hans keypti á 'Islandi nú í janúar. Svo var haldið uppá Faste lavn í skólunum á mánudeginum, og í klúbbnum á miðvikudeginum. Við klikkuðum ekki á bollubakstri heima, og bakaðar voru bæði gerbollur og vatnsdeigsbollur með góðri aðstoð yngsta veika sonarins, 'Ivars. Hann elskar að baka þessi engill, elskar mömmu sína aldrei jafn mikið og þegar hún bakar. Þá er sko sagt mamma mín duglegur að baka, ég elska þig.

lørdag den 9. februar 2008

Ættfræði hornið



Fyrst verð ég að biðja alla þá sem heimsækja síðuna okkar afsökunar á því hversu löt við höfum verið að skrifa á bloggið. Það er vel við hæfi að byrja á einhverju nýju á nýbyrjuðu ári. Ég hef því ákveðið að ríða á vaðið með ættfræðihornið. Þessar myndir gróf ég upp (fékk lánaðar af photo.is) af afa mínum heitnum honum Antoni Axelssyni flugstjóra. Hann er til hægri á fyrstu myndinn þar sem hann situr á flugbát og á þeirri seinni er hann til vinstri, sem var tekið við það tækifæri þegar önnur þota í eigu íslendinga kom hingað til lands og var hann flugstjóri í þeirri ferð.
Það sem helst kemur upp í hugann þegar ég hugsa um afa minn eru skemmtilega sundferðir í sundhöll Reykjavíkur, flugferð í þotu milli Reykjavíkur og Akureyrar þegar ég var 9.ára og fékk að sitja með afa í flugstjórnar klefanum, ásamt ógrynni af wrigleys tyggjói sem afi átti alltaf í skúffunni hjá sér. Ef ég man rétt þá var afi fyrsti íslendingurinn sem tók réttindi til að fljúga þyrlu.
Blessuð sé minning hans.

Í næsta ættfræði horni er ætlunin að birta nokkra áratuga gamlar myndir af móður minni, Valdísi Antonsdóttur Hjúkrunarfræðingi sem ég fann nýverið í geymslunni hjá mér og er að vinna að því að skanna inn í tölvuna og lagfæra.
Kveðja
Arnar Heimir Jónsson