søndag den 21. marts 2010







Hérna koma nokkrar fínar myndir af litlu 'Idu Guðrúnu Arnarsdóttur Þórhallsdóttur (eins og stóð framan á fyrsta bréfinu til hennar !) Þær voru teknar þann 16.mars.

torsdag den 11. marts 2010

Lego kvöld.

 
Posted by Picasa


Gauti Heimir og vinur hans hann Magnús tóku sig til eitt kvöldið og byggðu þennan fallega lego bæ. Þeir fengu ís í verðlaun enda voru þeir að til miðnættis.

Ída Guðrún í fyrsta skipti við matarborðið.

 
Posted by Picasa


Nú er pabbi búinn að setja saman matarstólinn hennar Ídu Guðrúnar svo hún geti setið til borðs með fjölskyldunni við fullskipað 6 manna borð.

søndag den 7. marts 2010

Afmælið hans 'Ivars í leikskólanum Skovbrynet





Nokkrar myndir úr leikskólanum hans 'Ivars Franz, Skovbrynet í Sörbymagle.

Afmælið hans 'Ivars Franz.










Þá er hann 'Ivar Franz okkar orðinn 5 ára. Hann átti afmæli á þriðjudegi og hélt því afmæli í leikskólanum þann dag og svo var afmælisveisla hér heima á laugardeginum eftir. 'Ivar bauð þremur strákum úr leikskólanum og eiga þeir allir heima hérna í Rosted. þeir komu allir með foreldra sína með sér og var bara margt um manninn, María og fjölskylda, Munda og fjölskylda og nágrannarnir okkar. Hérna eru nokkrar myndir af afmælisbarninu og gestum.

Helgarferð til Kaupmannahafnar í janúar.






Við fjölskyldan skruppum til Kaupmannahafnar eina helgina í janúar. Hittum við meðal annars ömmu Valdísi og fleiri vini. Það var mjög kalt í borginni svo við héldum okkur að mestu innandyra.Við heimsóttum meðal annars Arnar og Helgu, Arnar er hér á einni myndinni með þær Önnu Bergdísi og 'Idu Guðrúnu í fanginu.

torsdag den 28. januar 2010



Loksins loksins endurlífgum við fjölskyldan í Rosted blogsíðuna okkar eftir heldur betur langt hlé. Heilmargt dró á daga okkar árið 2009, ætla bara að hafa þetta stutt og laggott. Það sem stendur uppúr er að við eignuðumst yndislega stúlku þann 26. október, hún var 52 cm. og 3.840 grömm. Við vorum löngu búin að ákveða nafnið hennar fyrir fæðingu og hlaut hún nafnið Ída Guðrún, Ída er nafn sem að gengur vel í Danmörku og má segja að við höfum öll valið það saman, svo heitir hún Guðrún í höfuðið á ömmu Guðrúnu á Egilsstöðum. Við fluttum í Rosted/Slagelse í lok júlímánaðar, núna búum við í fínu raðhúsi og erum með okkar eigin garð. Börnin eru sérlega ánægð hérna og hafa það gott. Allir eru vinalegir við okkur og skólinn sem og leikskólinn eru góðir. Ívar Franz hefur reyndar yfirburða aðlögunarhæfni og er allsstaðar glaður og sæll með lífið. Ívar æfir íþróttir einu sinni í viku og Katrín og Gauti Heimir æfa blak, og hafa tekið þátt á móti. Katrín skvísa er byrjuð að æfa hip-hop dans og er virkilega á réttum stað þar, hún er bara rosa flott að dansa stúlkan ! Við fjárfestum í bíl og keyrum núna um á Volvo station, luxus sem að maður var búinn að gleyma ! Ída Guðrún dafnar vel, á það stundum til að sofa heila nótt. Við erum auðvitað alveg í skýunum með þessa litlu skottu okkar. Nú lofum við reglulegum færslum og myndum.