torsdag den 28. januar 2010



Loksins loksins endurlífgum við fjölskyldan í Rosted blogsíðuna okkar eftir heldur betur langt hlé. Heilmargt dró á daga okkar árið 2009, ætla bara að hafa þetta stutt og laggott. Það sem stendur uppúr er að við eignuðumst yndislega stúlku þann 26. október, hún var 52 cm. og 3.840 grömm. Við vorum löngu búin að ákveða nafnið hennar fyrir fæðingu og hlaut hún nafnið Ída Guðrún, Ída er nafn sem að gengur vel í Danmörku og má segja að við höfum öll valið það saman, svo heitir hún Guðrún í höfuðið á ömmu Guðrúnu á Egilsstöðum. Við fluttum í Rosted/Slagelse í lok júlímánaðar, núna búum við í fínu raðhúsi og erum með okkar eigin garð. Börnin eru sérlega ánægð hérna og hafa það gott. Allir eru vinalegir við okkur og skólinn sem og leikskólinn eru góðir. Ívar Franz hefur reyndar yfirburða aðlögunarhæfni og er allsstaðar glaður og sæll með lífið. Ívar æfir íþróttir einu sinni í viku og Katrín og Gauti Heimir æfa blak, og hafa tekið þátt á móti. Katrín skvísa er byrjuð að æfa hip-hop dans og er virkilega á réttum stað þar, hún er bara rosa flott að dansa stúlkan ! Við fjárfestum í bíl og keyrum núna um á Volvo station, luxus sem að maður var búinn að gleyma ! Ída Guðrún dafnar vel, á það stundum til að sofa heila nótt. Við erum auðvitað alveg í skýunum með þessa litlu skottu okkar. Nú lofum við reglulegum færslum og myndum.

Ingen kommentarer: