Akkúrat svona er ástandið á okkur sambýlisfólkinu eftir stranga vinnudaga, þarna erum við búin að elda, borða, gera matpakka fyrir fimm manns, næstum búin að ganga frá líka en með alla grísina vakandi !! Svo þetta er svona typisk mynd sem að heitir stund milli stríða og hún sýnir nokuð vel hvernig okkur líður kl.19.37. Myndasmiður var Katrín Valdís A.
torsdag den 29. november 2007
Garðyrkju hornið
Fyrir áhugasama garðyrkju unnendur set ég inn tvær myndir úr vinnunni. Önnur er af gróðursetningu götutrjáa í miðbænum. Við gerum mikið af því að setja niður stór tré. Helstu tegundir eru Askur. Linditré,Hlynur og Heggur. Það er hægt að kaupa allar stærðir og tegundir af trjám og hægt er að kaupa tré frá Þýskalandi fyrir allt að 400.000 þús dkr.
Hin myndin er af mér og Age vinnu félaga að klippa ofan af trjám í Valby. Þessi Linditré hafa verið mótuð sem risa hekk og þarf að hafa krana til að klippa hliðar og topp. Gamall draumur varð að veruleyka þegar ég fékk að stjórna krananum í fjóra daga. Krananum er stjórnað úr körfunni og hægt er að keyra hann einsog hvert annað ökutæki út um allt. Svo er líka gaman að geta farið hátt upp og skoðað inn til fólks.
Jule frokost hjá Skælskör anlægsgartnere
Við fórum í jule frokost hjá garðyrkjufyrirtækinu Skælskör á laugardaginn. Það var virkilega góð stemning og maturinn var fínn. Fyrirtækið er það stórt að haldið er jólafrokost á tveimur stöðum í einu. Eitt var haldið í bænum Skælskör og hitt í Frederiks sund þar sem við fórum. Ég hitti yfirmann fyrirtækisins hann Jakob sem er mjög fínn og stór maður(eða er ég svona lítill?). Auður hitti einnig nokkrar danskar stúlkur.
Jól í Tivoli
Gauti smíðar skip
Gauti smíðaði þetta skip um daginn í skólanum eiginlega alveg sjálfur. Það er ekki laust við að manni detti í hug að skipið sé eftir mynd gömlu síldar bátanna. Gæti svo sem verið þar sem að Gauti er kominn í beinan karl legg frá síldar bænum Siglufirði og er frændi Ölla á Síldarminja safninu. Skipið er merkt íslandi og er stór glæsilegt í alla staði.
Stefán mágur fangar jólamatinn.
Nú er Gunna á nýju skónum nú eru að koma jól..
Það hefur heldur betur bæst við í skósafnið mitt, því að um daginn leit mér augum þessir suðrænu skór og litglöðu. Þessa sá ég í Amager centeret og þeir sáu mig og biðu eftir því að ég keypti þá. Ekki sé eftir því þar sem að þeir kostuðu ekki nema 590 kr dk. Jólaskórnir í ár eða hvað finnst ykkur ??
søndag den 11. november 2007
Menning og listir
Dagurinn í dag var helgaður menningu og listum. Við heimsóttum Carlsber blybotek. Þetta safn var byggt af stofnanda Carlsberg og er það að finna listaverk frá því fyrir krist og allt til okkar tíma. Við skoðuð verk egypta og Rómverja, þarna var einnig nýrri verk eftir menn einsog Bertel Thorvaldsen og Van Gogh. Gauta fannst skemmtilegast að sjá múmíurnar í kjallaranum.
Brondby/Horsens
Á laugardaginn var Katrínu, Gauta og pabba boðið á leik á Brondby leikvanginum. Okkar menn í Brondby tóku andstæðinga sína í nefið og enduðu leikarnir þrjú núll fyrir okkar mönnum. Einn íslendingur leikur með Brondby og stóð hann sig vel. Það var ekkert svakalega mikið að fólki þarna miða við hvað leikvangurinn tekur. Þarna voru ekki nema 10.500 manns enn hann getur tekið 30.000 manns. Takk Per og munda fyrir frábæra skemmtun.
Afmæli blómarósarinnar.
'A föstudaginn var átti Auður 31 árs afmæli. Þær öðlings systur María og Munda komu í mat og áttum við notalega stund saman, snæddum nautasteik með tilheyrandi gúmmelaði , og boðið var uppá flödeboller og kaffi í eftirrétt , ummmm dejligt alveg hreint og að sjálfsögðu ómuðu ljúfir tónar með James Blunt undir ( nyji diskurinn er dýrlegur. ) Góður dagur og börnin stjönuðu við mömmu sína, fóru ein útí bakarí í Fields til að kaupa bakkelsi handa okkur, einnig var karlinn ágætur alveg.
Danskt matarboð
Við fórum í mat til vina okkar, öðlings hjónanna Stinu og Leif. Við fengum frábæran mat og eftir að við vorum mett þá fórum við í nokkra leiki og sungum saman. Alltaf jafn notalegt að koma til þeirra hjóna. Takk fyrir okkur kæru vinir, Leifh er nefnilega búinn að eignast tölvu og fer stundum á síðuna okkar !
Helgarferð í Zoo
søndag den 4. november 2007
Það kaldasta í Bella Center
Í framhaldi af skósýningu konunnar minnar, þá reið ég á vaðið og ætla að opna mig og leyfa ykkur að gægjast inní minn skó skáp. Frá vinstra talið skal nefna gúmmí jussurnar með stál tánni sem ég fékk hjá núverandi vinnuveitenda mínum Skælskör anlægsgartnere A.S. Nú næst eru það bomsurnar sem Jón Andrés frændi í Olís á Sigló seldi mér fyrir nokkrum árum. Svo koma gúmmí skórnir sem koma frá Sport mann, ( eru reyndar eftirlíking af Croocks ) Svo eru það litlu gönguskórnir sem koma frá Timberland og eru keyptir í Intersport í Gautaborg. Rúsínan í pylsuendanum eru svo blank skórnir frá Skranz sem keyptir voru í K.H.B á Egilsstöðum(sem er kaupfélag héraðsbúa ) Njótið vel.
Óskir verðandi afmælisbarnsins
Aðeins meiri fróðleikur um skó og ágætisábendingar til þeirra sem að ekki höfðu tök á þrítugsgjöf í fyrra. Eins og sjá má þá er ég dreymandi á svip á myndinni með þessa guðdómlegu Converse svörtu pallíettu skó...já þessir eru einmitt nr.1 á listanum, þeir eru einnig fáanlegir í rauðum lit og fjólubláum lit. Hugsa samt að svarti liturinn komi sterkastur inn í mitt líf. Já svo eru það þessir ofur sexy skór með lakkáferð og gætu vel sómað sér á fótleggjum mínum, en þeir koma frá Bronx. Fyrir þá sem ekki vita þá eru skórnir frá Bronx þekktir fyrir léttleika, hreinleika og örlítið kynþokkafulla strauma. Viti þið að hælarnir segja ekki allt í sambandi við kynþokkann og hreinlekann, sjálf kýs ég fremur lághælaða skó og það fer mun betur með iljarnar. Svo bara bendi ég ákveðnu fólki á sem að ekki hafði tök á þrítugsgjöfinni í fyrra að hér er kærkomið tækifæri til að bæta það upp. Nefni ég þá tengdapabba minn sem að gleymdi afmælinu mínu í fyrra, ágætt vinafólk okkar hjóna á 'Islandsbryggju, Mundu og Per, Maríu og Davíð svo nokkrir séu nefndir. Þeir sem vilja geta lagt inná reikninginn minn í banka 1102, hb 26, nr 100057 og kennitalan er auðvitað 091176-4679.
Abonner på:
Opslag (Atom)