fredag den 30. maj 2008

Veðrið í Kaupmannahöfn

Veðrið er mjög gott þessa daganna í Kaupmannahöfn og einsog sjá má á þessari veðurspá verður svo áfram. Solla, Tómas ásamt Auði og frændsystkynum sínum fóru í bæinn í dag og hittu Önnu söngkonu. Þau fóru einnig í Örstads parken. Nonni og Arnar fóru á Amagerbrogade og i Sundby kirkegard. Svo var haldið hjólandi til tarnby og á Drageyri. Eftir það var hjólað niður á Norreport og svo var haldið heim á leið. Þetta var því mjög skemmtilegur dagur.

tirsdag den 27. maj 2008

Tómas Leonard


Þá er uppáhalds frændi kominn í heimsókn. Hann var nokkuð banginn fyrst til að byrja með vegna allra háværu frændsystkynana. Við setjum svo inn fleiri myndir handa ömmu og afa í sveitinni á morgun og þá verður hann búinn að venjast krökkunum og farinn að brosa meira.

James Galway



Jæja þá er Jón Heimir kominn til Kaupmannahafnar. Við feðgarnir skelltum okkur á tónleika með hinum heimsþekkta og frábæra flautuleikara Sir James Galway á Sunnudagskvöldið. Þetta er í annað skiptið sem við feðgarnir förum saman á tónleika með honum, enn hið fyrra var á listahátíð í Reykjavík árið 1992. Í bæði skiptin höfum við verið svo frakkir að fara baksviðs og hitta hann sjálfan enn reyndar í fyrra skiptið fóru Nonni flauta og Sir James í bíltúr um Reykjavík og út að borða. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa lært hjá J Gilbert í London ásamt því að hafa óslökkvandi áhuga á flautum. Tónleikarnir fóru fram í gamla DR radio húsinu í Frederiksberg og voru að vonum stórfenglegir. Undirleikari var Phillip Moll sem hefur spilað undir með Galway í tugi ára. Einn kom fram á tónleikunum Lady Jeanne Galway sem einsog nafnið gefur til kynna er hún kona Galway og er hún einnig nokkuð þekktur flautuleikari.

Nánar um feril Galway:
Hann er fæddur í Belfast á Írlandi og lærði að mestu í London og París. Hann spilaði með nokkrum hljómsveitum sem sóloisti, meðal annars með Fílaharmoníuhljómsveit Berlínar undir stjórn Herbert von Karajan. Árið 1975 byrjaði hann sinn sólóferil og hefur prófað margt, allt frá klassískum verkum til popp tónlistar. Má meðal annars nefna að hann spilaði á tónleika plötu Pink floyd "The Wall " og átt þátt í að skapa tónlistina við myndirnar sem eru byggðar á sögunum um Hringdróttinsögu Tolkiens. Sir James Galway hefur gefið út fleiri en 60 geisladiska og hafa þeir selst í yfir 30 milljón eintökum.

lørdag den 17. maj 2008

valby park

Við fórum í Valby park í dag með Helgu, Arnari Birgi og börnunum. Það var mjög gaman og við fórum meðal annars í strandblak.

fredag den 16. maj 2008

Gardyrkjuhornid







Her eru nokkrar gamlar myndir fra arinu 1998 degar eg vann ad nyframkvæmdum hja Skrudgordum Reykjavikur. Myndirnar tok Arnar Birgir Olafsson og skannadi inn.






onsdag den 14. maj 2008

Starfsmaður mánaðarins.


Það eru fleiri enn fégráðugir íslendingar sem eru að gera það gott í útlöndum. Á nýja vinnustaðnum mínu hjá Kirkjugörðum Kaupmannahafnar- Sundby afdeling. Var ég valinn starfsmaður mánaðarins eftir aðeins tæpa tvo mánuði í starfi. Ég var einnig valinn bjartasta voninn og vinsælasti og fallegasti starfsmaðurinn. Verðlaunin voru afhent í dag við hátíðlega athöfn. Var þar Kenneth over tillitsmann og Mette anlægsgartner til fjölda ára sem afhentu mér að gjöf messuvín, trjáklippu sett og farandbikar sem ég má hafa í einn mánuð. Einnig fékk ég blómakrans með hvítum blómum. Þessi mynd var tekin við það tækifæri.

Katrín Valdís


Nú er Katrín komin í sumarskap enda hefur hitinn undanfarnar vikur verið á milli 18 og 28 stig. Núna er hún að vinna verkefni í skólanum, grafík þrykkmynd sem hún hefur nefnt " Jeg er den jeg er" og er með trúarlegu ívafi og er þrykkt á spegil og mun verða sýnd í kirkju í hér í borginni.

lørdag den 3. maj 2008

Læti heima á Íslandi


Þessa mynd sendi Haukur verðandi Húsasmíðameistari okkur þegar við báðum hann að senda okkur einhverjar myndir að heiman. Það er ekki laust við að mótmæli vörubílstjóra minni mann á mótmæli ungmenna hér í Danmörku fyrir nokkru.