Nokkrir ættingjar komu i mat i kvöld. Má þar nefna Ömmu Valdísi og hennar systir Nínu og svo frænkurnar Jenný og Sif. Svo kom einn innfæddur dani og það var hann Paul. Við grilluðum út á svölum þó það væri rigning og skemmtum okkur vel saman. Skoðuðum gamlar myndir og fleira.
Svo verður svakalegt party i Frederiksberg á laugardaginn þegar stórt tjald verður sett upp í garðinum á Lollandsvej og fjölmenni mætir í sextugs afmæli Ömmu Valdísar. Vonandi verður ekki rigning og rok.