torsdag den 29. november 2007

Garðyrkju hornið


Fyrir áhugasama garðyrkju unnendur set ég inn tvær myndir úr vinnunni. Önnur er af gróðursetningu götutrjáa í miðbænum. Við gerum mikið af því að setja niður stór tré. Helstu tegundir eru Askur. Linditré,Hlynur og Heggur. Það er hægt að kaupa allar stærðir og tegundir af trjám og hægt er að kaupa tré frá Þýskalandi fyrir allt að 400.000 þús dkr.
Hin myndin er af mér og Age vinnu félaga að klippa ofan af trjám í Valby. Þessi Linditré hafa verið mótuð sem risa hekk og þarf að hafa krana til að klippa hliðar og topp. Gamall draumur varð að veruleyka þegar ég fékk að stjórna krananum í fjóra daga. Krananum er stjórnað úr körfunni og hægt er að keyra hann einsog hvert annað ökutæki út um allt. Svo er líka gaman að geta farið hátt upp og skoðað inn til fólks.

1 kommentar:

jennyljosa sagde ...

Frábært að þú skulir fá þjálfun í stórum trjám, það verður gott að fá þig heim og færa til aspirnar. Spurning um að þú skellir þér fyrir jólin og skreytir jólatréð