søndag den 4. november 2007

Það kaldasta í Bella Center

Í framhaldi af skósýningu konunnar minnar, þá reið ég á vaðið og ætla að opna mig og leyfa ykkur að gægjast inní minn skó skáp. Frá vinstra talið skal nefna gúmmí jussurnar með stál tánni sem ég fékk hjá núverandi vinnuveitenda mínum Skælskör anlægsgartnere A.S. Nú næst eru það bomsurnar sem Jón Andrés frændi í Olís á Sigló seldi mér fyrir nokkrum árum. Svo koma gúmmí skórnir sem koma frá Sport mann, ( eru reyndar eftirlíking af Croocks ) Svo eru það litlu gönguskórnir sem koma frá Timberland og eru keyptir í Intersport í Gautaborg. Rúsínan í pylsuendanum eru svo blank skórnir frá Skranz sem keyptir voru í K.H.B á Egilsstöðum(sem er kaupfélag héraðsbúa ) Njótið vel.



3 kommentarer:

jennyljosa sagde ...

Glæsilegt safn, glæsilegt safn. Hvar eru Loyd skórnir sem ég gaf þér í jólagjöf í fyrra, svo og Massimo Dutty inniskórnir ??

Arnar, Audur, Katrín, Gauti, Ívar, Ída og Steini. sagde ...

Sæll – reyndi að senda þér komment – en kann ekkert á græjuna svo ég veit ekki hvort þú færð þetta en svona var kommentið:



Halló skó-Arnar - ef þú hefðir ílengst hér þá hefðirðu örugglega fengið þetta viðurnefni eða með aðeins sterkari áherslu; skóg-Arnar eða bara hinn siglfirski Tarsan!

Vissir þú hvað aparnir gerðu þegar þeir voru á miðjum aðalfundi í skógræktarfélaginu og vantaði formann? - þeir sáu Tona Jóhanns nálgast skógræktina og þá sagði húmoristinn í hópnum: Toni kemur til greina!



Kveðja - ÖK

Helga sagde ...

Hjartanlega til hamingju með daginn Auður okkar, vonandi kemst pakkinn sem við sendum þér í pósti til skila.

Helga og Addi