


Fyrst verð ég að biðja alla þá sem heimsækja síðuna okkar afsökunar á því hversu löt við höfum verið að skrifa á bloggið. Það er vel við hæfi að byrja á einhverju nýju á nýbyrjuðu ári. Ég hef því ákveðið að ríða á vaðið með ættfræðihornið. Þessar myndir gróf ég upp (fékk lánaðar af photo.is) af afa mínum heitnum honum Antoni Axelssyni flugstjóra. Hann er til hægri á fyrstu myndinn þar sem hann situr á flugbát og á þeirri seinni er hann til vinstri, sem var tekið við það tækifæri þegar önnur þota í eigu íslendinga kom hingað til lands og var hann flugstjóri í þeirri ferð.
Það sem helst kemur upp í hugann þegar ég hugsa um afa minn eru skemmtilega sundferðir í sundhöll Reykjavíkur, flugferð í þotu milli Reykjavíkur og Akureyrar þegar ég var 9.ára og fékk að sitja með afa í flugstjórnar klefanum, ásamt ógrynni af wrigleys tyggjói sem afi átti alltaf í skúffunni hjá sér. Ef ég man rétt þá var afi fyrsti íslendingurinn sem tók réttindi til að fljúga þyrlu.
Blessuð sé minning hans.
Í næsta ættfræði horni er ætlunin að birta nokkra áratuga gamlar myndir af móður minni, Valdísi Antonsdóttur Hjúkrunarfræðingi sem ég fann nýverið í geymslunni hjá mér og er að vinna að því að skanna inn í tölvuna og lagfæra.
Kveðja
Arnar Heimir Jónsson