Í dag fermist frænka okkar hún Sif Gunnarsdóttir. Þá hafa öll barnarbörnin hennar ömmu Jenný fermst. Við óskum frænku innilega til hamingju með daginn og vonum að hún hafi það gott með vinum og ættingjum. Það er ekki úr vegi að maður minnist fermingardagsins hjá sjálfum sér við þetta tækifæri. Enn bróðir hennar Sifjar hann Anton Gunnar er fermingarbróðir minn. Mæður okkar slógu nefnilega tvær flugur í einu höggi og héldu ferminguna saman. Þær fengu tveir fyrir einn af fermingar fötum og svo fengum við nánast sömu fermingar gjafirnar. Eins svefnpoka, vekjaraklukku, og alfæði orðabækur. Við vorum eins og tvíburabræður nema það að Toni var rúmlega höfðinu stærri enn ég.
A H Jónsson