fredag den 28. marts 2008
Ættfræði hornið
Í fyrsta skipti opinberlega birtast hér fermingar myndirnar. Annars vegar af mér við teknics fermingar græjurnar sem mamma og pabbi gáfu mér, svo er mynd af okkur fermingar bræðrunum Tona frænda og mér í gráu fermingar fötunum. Njótið vel.
Ættfræði hornið
Garðyrkjuhornið
Ættfræði hornið
torsdag den 20. marts 2008
Fermingardagur frænku
Í dag fermist frænka okkar hún Sif Gunnarsdóttir. Þá hafa öll barnarbörnin hennar ömmu Jenný fermst. Við óskum frænku innilega til hamingju með daginn og vonum að hún hafi það gott með vinum og ættingjum. Það er ekki úr vegi að maður minnist fermingardagsins hjá sjálfum sér við þetta tækifæri. Enn bróðir hennar Sifjar hann Anton Gunnar er fermingarbróðir minn. Mæður okkar slógu nefnilega tvær flugur í einu höggi og héldu ferminguna saman. Þær fengu tveir fyrir einn af fermingar fötum og svo fengum við nánast sömu fermingar gjafirnar. Eins svefnpoka, vekjaraklukku, og alfæði orðabækur. Við vorum eins og tvíburabræður nema það að Toni var rúmlega höfðinu stærri enn ég.
A H Jónsson
A H Jónsson
fredag den 14. marts 2008
Tomas Leonard Tanska
Um síðustu helgi fórum við til hinnar skemmtilegu borgar, Gautaborgar til að vera við skírn okkar elsku frænda Tómasar Leonards .Hann var hinn kátasti að sjá frænd systkynin frá Kaupmannahöfn. Okkur var svo úthlutað góðri íbúð í miðborginni þar sem við höfðum það notalegt. Þetta var mjög skemmtileg ferð og virkilega gaman að sjá frænda. Við þökkum Sollu, Tomppe og Tomasi fyrir góðar móttökur.
Abonner på:
Opslag (Atom)