torsdag den 20. marts 2008

Fermingardagur frænku

Í dag fermist frænka okkar hún Sif Gunnarsdóttir. Þá hafa öll barnarbörnin hennar ömmu Jenný fermst. Við óskum frænku innilega til hamingju með daginn og vonum að hún hafi það gott með vinum og ættingjum. Það er ekki úr vegi að maður minnist fermingardagsins hjá sjálfum sér við þetta tækifæri. Enn bróðir hennar Sifjar hann Anton Gunnar er fermingarbróðir minn. Mæður okkar slógu nefnilega tvær flugur í einu höggi og héldu ferminguna saman. Þær fengu tveir fyrir einn af fermingar fötum og svo fengum við nánast sömu fermingar gjafirnar. Eins svefnpoka, vekjaraklukku, og alfæði orðabækur. Við vorum eins og tvíburabræður nema það að Toni var rúmlega höfðinu stærri enn ég.

A H Jónsson

4 kommentarer:

jennyljosa sagde ...

Já, maður getur aldrei gleymt þessum merka degi þegar þú og Toni fermdust. Gráu Siffon jakkafötin, bleika lindað, Gullhálsfestarnar, þið voruð geggjaðir. Einnig fögnuðum við þeim tímamótum þá að hurð var sett fyrir Wc í Jóruseli, annað en þegar sumir fermdust, þá voru bara tjöld.

Anonym sagde ...

Þið megið nú bara þakka fyrir að hafa fengið að fermast- litlu syndselir - og vera þakklát fyrir frábæran dag öll sömul - Nína í Mosó

Anonym sagde ...

Sæll Arnar
Þú átt aldeilis flotta fjölskyldu :)
Mig vantar netfangið þitt vegna 10 ára ríjúníons í Garðyrkjuskólanum...
Þetta var eina leiðin sem ég gat fundið þig ;)
Bestu kveðjur Agnes Umbi

Anonym sagde ...

Sæl Agnes Mailið mitt er arnarheimir@hotmail.com
Sendu mér línu um þetta og gaman að heyra frá þér.

kv arnar