tirsdag den 27. maj 2008
James Galway
Jæja þá er Jón Heimir kominn til Kaupmannahafnar. Við feðgarnir skelltum okkur á tónleika með hinum heimsþekkta og frábæra flautuleikara Sir James Galway á Sunnudagskvöldið. Þetta er í annað skiptið sem við feðgarnir förum saman á tónleika með honum, enn hið fyrra var á listahátíð í Reykjavík árið 1992. Í bæði skiptin höfum við verið svo frakkir að fara baksviðs og hitta hann sjálfan enn reyndar í fyrra skiptið fóru Nonni flauta og Sir James í bíltúr um Reykjavík og út að borða. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa lært hjá J Gilbert í London ásamt því að hafa óslökkvandi áhuga á flautum. Tónleikarnir fóru fram í gamla DR radio húsinu í Frederiksberg og voru að vonum stórfenglegir. Undirleikari var Phillip Moll sem hefur spilað undir með Galway í tugi ára. Einn kom fram á tónleikunum Lady Jeanne Galway sem einsog nafnið gefur til kynna er hún kona Galway og er hún einnig nokkuð þekktur flautuleikari.
Nánar um feril Galway:
Hann er fæddur í Belfast á Írlandi og lærði að mestu í London og París. Hann spilaði með nokkrum hljómsveitum sem sóloisti, meðal annars með Fílaharmoníuhljómsveit Berlínar undir stjórn Herbert von Karajan. Árið 1975 byrjaði hann sinn sólóferil og hefur prófað margt, allt frá klassískum verkum til popp tónlistar. Má meðal annars nefna að hann spilaði á tónleika plötu Pink floyd "The Wall " og átt þátt í að skapa tónlistina við myndirnar sem eru byggðar á sögunum um Hringdróttinsögu Tolkiens. Sir James Galway hefur gefið út fleiri en 60 geisladiska og hafa þeir selst í yfir 30 milljón eintökum.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
1 kommentar:
...jámm, ég veit ekki hvort ég kallað ykkur vini mína lengur, bjóðið mér ekki með, ég er eiginlega bara móðguð. Ég er búin að puða við að freta í rörið í allan vetur og á betra skilið.
Ég hefði örugglega samt ekkert komist fyrir þrotlausum æfingum fyrir tónleika hennar hátignar (ég) um næstu helgi...sjáum bara hvor er betri ég eða James Galway
..annars er ég græn af öfund.
Send en kommentar