onsdag den 14. maj 2008
Starfsmaður mánaðarins.
Það eru fleiri enn fégráðugir íslendingar sem eru að gera það gott í útlöndum. Á nýja vinnustaðnum mínu hjá Kirkjugörðum Kaupmannahafnar- Sundby afdeling. Var ég valinn starfsmaður mánaðarins eftir aðeins tæpa tvo mánuði í starfi. Ég var einnig valinn bjartasta voninn og vinsælasti og fallegasti starfsmaðurinn. Verðlaunin voru afhent í dag við hátíðlega athöfn. Var þar Kenneth over tillitsmann og Mette anlægsgartner til fjölda ára sem afhentu mér að gjöf messuvín, trjáklippu sett og farandbikar sem ég má hafa í einn mánuð. Einnig fékk ég blómakrans með hvítum blómum. Þessi mynd var tekin við það tækifæri.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
4 kommentarer:
það er aldeilis að kallinn er flottur!!!!!!!!!!!!!! Til hamingju með þennan merka áfanga. Já það er nú þannig að sumir þurfa að fara erlendis til að sanna sitt mikla ágæti og karlmensku. Það verða jú ekki allir spámenn í sínu föðurlandi. Passa sig bara á messuvíninu. Muna 10 ára áfangann framundan!!!! Kveðja af klakanum þar sem framinn lætur á sér standa.
Flott hjá þér frændi. Kallinn aldeilis að standa sig. Fær bara verðlaun og alles. :)
Kv. Elsa Fanney
Já, þetta kemur svo sem ekki á óvart, þú ert að sjálfsögðu frábær. Ég er búin að bíða eftir að þeir myndu taka eftir gáfum þínum og einstaklega góðri nærveru, ég er þess viss um að þetta verði mánaðarlegur heiður hér eftir.
Kv Jenný
Ps. Lsh hefur ekki farið þessa leið ennþá að velja starfsmann mánaðarins, en Hagkaup gerir það. Spurning um að skipta um vinnu
Ps. Má ég eiga messuvínið
kv Systa
Send en kommentar