Þá hefur Steini loks eignast félaga hérna í Danmörku, því að nágrannarnir á móti okkur heilluðust algerlega af Steina enda ekki furða þegar um er að ræða verðlaunakött. Þau sem sagt fengu sér oriental kettling fyrir skömmu, en það er tæplega fimm mánaða læða, Mika litla. Steini situr oft við útidyrahurðina og bíður eftir því að fá að komast yfir og hitta draumadísina sína Miku. Stundum finnst Steina hún vera fullfjörug, og er hann eftir sig þegar hún fer heim. Svona er kvennkynið stundum fullfjörugt.
fredag den 28. december 2007
Nokkrar jóla myndir
mandag den 24. december 2007
Gleðileg jól
Við óskum fjölskyldu og vinum gleðilegra jóla og farsælda á komandi ári. Við látum í leiðinni fylgja með frumlegasta jólakortið sem við fengum sent frá Örlygi Kristfinnssyni og fjölskyldu á Siglufirði.
Kæru vinir - kære venner
Hér eru hvít jól (hvide jul) - undanfarið (sidste ugen) hefur verð þetta brúna myrkur (mörket har været helt brun) og hiti í lofti (luften varm) 10-15 gráður dag eftir dag (dag efter dag) og skammdegið (de korteste og sidste dagene hver aaret) því (thi)kolbikasvart (kulbekesort)) og hlýtt (varmt) - en nú er hann (han er trolig de berömte vejretguderne), guði sé lof (Gud ske lov) genginn í norðanátt (med vind av nord) með frosti og snjókomu (þú hlýtur að muna hvað það þýðir, snjókoma kan for exempel betyde snökommelse) og blessað myrkrið (velbesignet mörket) orðið bjart eins og vera ber (som det skulle blive) á íslenskum jólum (i islandske juletiden)
- - - (ég nenni þessu ekki meira, það er ekki hægt að standa í þessum þýðingum endalaust) - - -
Ja, min kære ven - vi her i Sæbyhuset har det meget hyggeligt og gott i vores smukke ravnesködet Siglufjord, Julelysene i alle deres dejlige farver inne og ude paa husene og træerne og paa korsene i gravehavene begge to og alle her i byen önsker jer god jul, dig, fruen og börnene, og de fleste bad mig om at nævne hvor saart de savner jer - Siglufjord er ikke den samme sted siden I rejste ibort! Alle de smaa træerne i skogrægten har stedigt grædt uhyggelige og nu siden i gaar hanger grylekerter fra deres sorgfulle grener - men immellemtiden glæder alle de smaavoksne busker midt i byen sig i deres minde om mannen med farlige klipperne som nu er langt langt i borte - heldigvis! - og de alle, mandfolket, træerne og buskene i byen, önsker dig og din famelie godt nyt aar med haabe om gensyn uden klipper, kniver og andre djevelsens instrumenter som er produsetet i verden til at mannen kan herske naturen som Gud selv har skabt!
Ja, tak for sidst bad Gudny mig at sige til alle og vi maa stole pa at i januar eller februar sender hun jer bolsjör eller noget andet gott og södt i munden.
Men venlig julehilsen!
Den gamle og hvidskægget Orlyg
Kæru vinir - kære venner
Hér eru hvít jól (hvide jul) - undanfarið (sidste ugen) hefur verð þetta brúna myrkur (mörket har været helt brun) og hiti í lofti (luften varm) 10-15 gráður dag eftir dag (dag efter dag) og skammdegið (de korteste og sidste dagene hver aaret) því (thi)kolbikasvart (kulbekesort)) og hlýtt (varmt) - en nú er hann (han er trolig de berömte vejretguderne), guði sé lof (Gud ske lov) genginn í norðanátt (med vind av nord) með frosti og snjókomu (þú hlýtur að muna hvað það þýðir, snjókoma kan for exempel betyde snökommelse) og blessað myrkrið (velbesignet mörket) orðið bjart eins og vera ber (som det skulle blive) á íslenskum jólum (i islandske juletiden)
- - - (ég nenni þessu ekki meira, það er ekki hægt að standa í þessum þýðingum endalaust) - - -
Ja, min kære ven - vi her i Sæbyhuset har det meget hyggeligt og gott i vores smukke ravnesködet Siglufjord, Julelysene i alle deres dejlige farver inne og ude paa husene og træerne og paa korsene i gravehavene begge to og alle her i byen önsker jer god jul, dig, fruen og börnene, og de fleste bad mig om at nævne hvor saart de savner jer - Siglufjord er ikke den samme sted siden I rejste ibort! Alle de smaa træerne i skogrægten har stedigt grædt uhyggelige og nu siden i gaar hanger grylekerter fra deres sorgfulle grener - men immellemtiden glæder alle de smaavoksne busker midt i byen sig i deres minde om mannen med farlige klipperne som nu er langt langt i borte - heldigvis! - og de alle, mandfolket, træerne og buskene i byen, önsker dig og din famelie godt nyt aar med haabe om gensyn uden klipper, kniver og andre djevelsens instrumenter som er produsetet i verden til at mannen kan herske naturen som Gud selv har skabt!
Ja, tak for sidst bad Gudny mig at sige til alle og vi maa stole pa at i januar eller februar sender hun jer bolsjör eller noget andet gott og södt i munden.
Men venlig julehilsen!
Den gamle og hvidskægget Orlyg
søndag den 16. december 2007
Heimasætan,örverpið og sjötta sortin.
'Ivar Franz gleðst æði mikið þegar mamma hans ákveður að baka kökur, segir við mömmu sína dugleg mamma mín, ertu að baka ?? Þarna erum við Ívar Franz einmitt að vinda okkur í baksturinn, sjöttu sortina sem að kölluð er hindberjatoppar. Gaman að segja frá því að litla svuntan sem að drengurinn er með er frá því að ég var lítil og fékk ég hana frá ömmu Gullu, er hún ekki sæt. 'A þessum líka tímapunkti áttum við sambýlisfólkið einnig von á gest eða jafnvel gestum, en þau komust því miður ekki vegna mikilla anna, svefnleysis, gestagang nágrannabarna, of langrar fjarlægðar á metrostðð, svefntíma barna, ílla útbúna svefnkerru, verkkvíða fyrir piparkökubakstri, synaskeiðabólgu vegna laufabrauðsútskurðar svo eithvað sé talið. En þarna misstu þau tækifærið á bragða glóðvolgar kökurnar, nýbökuðu pylsuhornin, og njóta góðra jólatónlistar með Önnu Mjöll. ( Jólarokk jólarokk..)
lørdag den 15. december 2007
Danski jólasveinninn.
Í dag fórum við í nokkrar búðir í Frederiksberg Centrum og hittum þar fyrir danska jólasveininn sem gaf okkur sælgæti og talaði við okkur á dönsku. Hann var eithvað ruglaður karlinn á öllum krökkunum og taldi að við værum dönsk börn og þóttist vita nöfnin okkar.
hann hefur örugglega verið búin að vinna of mikla yfir vinnu. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.
Amma Valdís í heimsókn
Garðyrkju hornið
tirsdag den 11. december 2007
Vinnustaður Auðar
Fyrsti vinnustaður Auðar í Danmörk er Börnehuset sem er Leikskóli og vöggustofa við Gullfossgade á Íslandsbryggju. Þar eru þrjár vöggustofudeildir fyrir börn frá um tíu mán. til rétt tælega þriggja ára, svo eru tvær deildir fyrir leikskólabörnin. Þær heita röd stue og gul stue og vinn ég á þeirri síðarnefndu. Við erum samanlagt með 32 börn, miserfið auðvitað...en á danskann mælikvarða eru mín börn ótrúlega þæg og góð mundi ég segja !!
Hér er slóðin:
http://www.gullfossgade.dk/personale.asp
Hér er slóðin:
http://www.gullfossgade.dk/personale.asp
lørdag den 8. december 2007
Hver getur verið án Ora bauna um jólin.
Ora grænar baunir á boðstólnum um jólin í Danmörku.
Vegna mikillar eftirspurnar frá Íslenskum námsmönnum í Kaupmannahöfn og þá sérstaklega á Íslandsbryggju, hef ég hafið sölu á Ora grænum baunum. Enginn sannur Íslendingur getur verið án þeirra um jólin og það sem er enn betra að fátækir námsmenn geta borðað þær eintómar.
Verð á stykki er aðeins 30 kr danskar og bætist við sendingar kosnaður.
Sannað er að náttúrulega græna litarefni í baununum getur bætt námsárangur til mikilla muna.
onsdag den 5. december 2007
Jenný systir og Gummi mágur
Hér er mynd af Jenný systir í ljósmóður gallanum ásamt stall systur sinni. Jenný er þessi með dökka hárið. Hún útskrifaðist með glæsibrag í júní síðastliðin og við eigum eftir að gefa henni útskriftargjöf sem hún fær kannski þegar hún kemur í heimsókn. Gætum til dæmis boðið henni frítt í Tivoli. Við erum virkilega stollt af Jenný fyrir þennan glæsilega árangur, því að ég og mamma höfðum alltaf miklar áhyggjur af henni á táningsárunum.(var í slæmum félagskap og kom seint heim á kvöldin.) Það svo þegar hún kynntist drauma prinsinum frá Hrútafirði sem það tók að birta til. Og á hinni myndinni má svo sjá hinn Hrútfirska mág og svila Guðmund Pálmasson í alvarlegum hugleiðingum á msn.
Hver hefði trúað því að borgarbarnið hefði tekið sveitapilt upp á arminn þar sem hún hefur lengi þjáðst af landsbyggðar hræðslu. Þau eiga svo yndilega drengi saman og einn smá hund.
mandag den 3. december 2007
Nú líða fer að jólum og hátíð er í bæ.
Aðventukransinn er þá tilbúinn í öllu sínu veldi, ljós komin í glugga og senn líður að jólum. Við erum farin að hlakka til jóla og erum spennt að upplifa hérna dönsk jól. Gaman í Dk og góð stemning. Jólarokk jólarokk hátíðar rokk syngjum hér saman því barn er oss fætt , á jólablli skemmti ég mér það er svo svaka gaman hér...Nei án gríns þetta er yndislegur tími.
lørdag den 1. december 2007
Amore, ást án landamæra.
Ástin er ótrúleg. Rétt eftir miðja síðustu öld, nánar tiltekið 1990 skrapp Solla núverandi mágkona mín og systir mín til Gautaborgar. Þar hitti hún fyrir frinnskan draumaprins og er fyrsta myndin af þeim í faðmlögum við það tækifæri. Takið eftir snjóþvegnu gallabuxunum og permanettinu sem margir eru búnir að gleyma hvernig leit út. Þau hittust svo ekki fyrr enn 15 árum seinna fyrir algera tilviljun og tókust þá ástir aftur með þeim. Þau höfðu ekki gleymt hvort öðru og hugsuðu oft til hvors annars. (þó útlitið væri nú örlítið breytt, engar snjóþvegnar buxur og aðeins færri hár og sveifluminni toppur. ) Fljótlega eftir þetta varð mágkona mín og systir barnshafandi eftir finnska prinsinn og nú fyrir nokkrum mánuðum fæddist þeim yndislegur sonur sem ber það fallega nafn Tómas Leonard Tanska. Þau hafa búið sér fallegt heimili í fallegri og bjartri íbúð með litlum sætum bakgarði í úthverfi Gautaborgar, einnig má þess geta að með þeim býr kötturinn Tarja sem að er að tegundinni ragdoll. (vonum að það sé rétt ritað hjá okkur. ) Hún er afskaplega falleg læða en jafnframt mjög vör um sig og að því leyti ólík syni okkar honum Steinríki. 'oskum við litlu fjölskyldunni farsældar á komandi árum og óskum þeim alls hins besta.
torsdag den 29. november 2007
Stund milli stríða.
Akkúrat svona er ástandið á okkur sambýlisfólkinu eftir stranga vinnudaga, þarna erum við búin að elda, borða, gera matpakka fyrir fimm manns, næstum búin að ganga frá líka en með alla grísina vakandi !! Svo þetta er svona typisk mynd sem að heitir stund milli stríða og hún sýnir nokuð vel hvernig okkur líður kl.19.37. Myndasmiður var Katrín Valdís A.
Garðyrkju hornið
Fyrir áhugasama garðyrkju unnendur set ég inn tvær myndir úr vinnunni. Önnur er af gróðursetningu götutrjáa í miðbænum. Við gerum mikið af því að setja niður stór tré. Helstu tegundir eru Askur. Linditré,Hlynur og Heggur. Það er hægt að kaupa allar stærðir og tegundir af trjám og hægt er að kaupa tré frá Þýskalandi fyrir allt að 400.000 þús dkr.
Hin myndin er af mér og Age vinnu félaga að klippa ofan af trjám í Valby. Þessi Linditré hafa verið mótuð sem risa hekk og þarf að hafa krana til að klippa hliðar og topp. Gamall draumur varð að veruleyka þegar ég fékk að stjórna krananum í fjóra daga. Krananum er stjórnað úr körfunni og hægt er að keyra hann einsog hvert annað ökutæki út um allt. Svo er líka gaman að geta farið hátt upp og skoðað inn til fólks.
Jule frokost hjá Skælskör anlægsgartnere
Við fórum í jule frokost hjá garðyrkjufyrirtækinu Skælskör á laugardaginn. Það var virkilega góð stemning og maturinn var fínn. Fyrirtækið er það stórt að haldið er jólafrokost á tveimur stöðum í einu. Eitt var haldið í bænum Skælskör og hitt í Frederiks sund þar sem við fórum. Ég hitti yfirmann fyrirtækisins hann Jakob sem er mjög fínn og stór maður(eða er ég svona lítill?). Auður hitti einnig nokkrar danskar stúlkur.
Jól í Tivoli
Gauti smíðar skip
Gauti smíðaði þetta skip um daginn í skólanum eiginlega alveg sjálfur. Það er ekki laust við að manni detti í hug að skipið sé eftir mynd gömlu síldar bátanna. Gæti svo sem verið þar sem að Gauti er kominn í beinan karl legg frá síldar bænum Siglufirði og er frændi Ölla á Síldarminja safninu. Skipið er merkt íslandi og er stór glæsilegt í alla staði.
Stefán mágur fangar jólamatinn.
Nú er Gunna á nýju skónum nú eru að koma jól..
Það hefur heldur betur bæst við í skósafnið mitt, því að um daginn leit mér augum þessir suðrænu skór og litglöðu. Þessa sá ég í Amager centeret og þeir sáu mig og biðu eftir því að ég keypti þá. Ekki sé eftir því þar sem að þeir kostuðu ekki nema 590 kr dk. Jólaskórnir í ár eða hvað finnst ykkur ??
søndag den 11. november 2007
Menning og listir
Dagurinn í dag var helgaður menningu og listum. Við heimsóttum Carlsber blybotek. Þetta safn var byggt af stofnanda Carlsberg og er það að finna listaverk frá því fyrir krist og allt til okkar tíma. Við skoðuð verk egypta og Rómverja, þarna var einnig nýrri verk eftir menn einsog Bertel Thorvaldsen og Van Gogh. Gauta fannst skemmtilegast að sjá múmíurnar í kjallaranum.
Brondby/Horsens
Á laugardaginn var Katrínu, Gauta og pabba boðið á leik á Brondby leikvanginum. Okkar menn í Brondby tóku andstæðinga sína í nefið og enduðu leikarnir þrjú núll fyrir okkar mönnum. Einn íslendingur leikur með Brondby og stóð hann sig vel. Það var ekkert svakalega mikið að fólki þarna miða við hvað leikvangurinn tekur. Þarna voru ekki nema 10.500 manns enn hann getur tekið 30.000 manns. Takk Per og munda fyrir frábæra skemmtun.
Afmæli blómarósarinnar.
'A föstudaginn var átti Auður 31 árs afmæli. Þær öðlings systur María og Munda komu í mat og áttum við notalega stund saman, snæddum nautasteik með tilheyrandi gúmmelaði , og boðið var uppá flödeboller og kaffi í eftirrétt , ummmm dejligt alveg hreint og að sjálfsögðu ómuðu ljúfir tónar með James Blunt undir ( nyji diskurinn er dýrlegur. ) Góður dagur og börnin stjönuðu við mömmu sína, fóru ein útí bakarí í Fields til að kaupa bakkelsi handa okkur, einnig var karlinn ágætur alveg.
Danskt matarboð
Við fórum í mat til vina okkar, öðlings hjónanna Stinu og Leif. Við fengum frábæran mat og eftir að við vorum mett þá fórum við í nokkra leiki og sungum saman. Alltaf jafn notalegt að koma til þeirra hjóna. Takk fyrir okkur kæru vinir, Leifh er nefnilega búinn að eignast tölvu og fer stundum á síðuna okkar !
Helgarferð í Zoo
søndag den 4. november 2007
Það kaldasta í Bella Center
Í framhaldi af skósýningu konunnar minnar, þá reið ég á vaðið og ætla að opna mig og leyfa ykkur að gægjast inní minn skó skáp. Frá vinstra talið skal nefna gúmmí jussurnar með stál tánni sem ég fékk hjá núverandi vinnuveitenda mínum Skælskör anlægsgartnere A.S. Nú næst eru það bomsurnar sem Jón Andrés frændi í Olís á Sigló seldi mér fyrir nokkrum árum. Svo koma gúmmí skórnir sem koma frá Sport mann, ( eru reyndar eftirlíking af Croocks ) Svo eru það litlu gönguskórnir sem koma frá Timberland og eru keyptir í Intersport í Gautaborg. Rúsínan í pylsuendanum eru svo blank skórnir frá Skranz sem keyptir voru í K.H.B á Egilsstöðum(sem er kaupfélag héraðsbúa ) Njótið vel.
Óskir verðandi afmælisbarnsins
Aðeins meiri fróðleikur um skó og ágætisábendingar til þeirra sem að ekki höfðu tök á þrítugsgjöf í fyrra. Eins og sjá má þá er ég dreymandi á svip á myndinni með þessa guðdómlegu Converse svörtu pallíettu skó...já þessir eru einmitt nr.1 á listanum, þeir eru einnig fáanlegir í rauðum lit og fjólubláum lit. Hugsa samt að svarti liturinn komi sterkastur inn í mitt líf. Já svo eru það þessir ofur sexy skór með lakkáferð og gætu vel sómað sér á fótleggjum mínum, en þeir koma frá Bronx. Fyrir þá sem ekki vita þá eru skórnir frá Bronx þekktir fyrir léttleika, hreinleika og örlítið kynþokkafulla strauma. Viti þið að hælarnir segja ekki allt í sambandi við kynþokkann og hreinlekann, sjálf kýs ég fremur lághælaða skó og það fer mun betur með iljarnar. Svo bara bendi ég ákveðnu fólki á sem að ekki hafði tök á þrítugsgjöfinni í fyrra að hér er kærkomið tækifæri til að bæta það upp. Nefni ég þá tengdapabba minn sem að gleymdi afmælinu mínu í fyrra, ágætt vinafólk okkar hjóna á 'Islandsbryggju, Mundu og Per, Maríu og Davíð svo nokkrir séu nefndir. Þeir sem vilja geta lagt inná reikninginn minn í banka 1102, hb 26, nr 100057 og kennitalan er auðvitað 091176-4679.
onsdag den 31. oktober 2007
Frægðar sólin í Kaupmannahöfn
Já nú mega Frikki Weishappel á Laundromat og Jóhannes í Bónus í Magasin fara að vara sig því að önnur útrás íslenskra víkinga hefur gert var við sig í Kaupmannahöfn. Garðyrkju víkingurinn sem var í síðustu viku að eyða plöntu sem margir hafa drukkið og kallast humlar, humlarnir hafa fokið frá Carlsberg verksmiðjunni yfir í Enghave park. Það var skrítin tilhugsun fyrir bindindismannin að lenda í þessari reynslu enn ágætis útrás. Fyrir vikið var sjónvarpið komið á staðinn til að taka viðtal við hinn dejlige og skönne islending Amar eins og hann er oftast kallaður. Það var ung kona sem líklegast er ekki dýraverndunarsinni sem kom frá hinni þekktu sjónvarpstöð Vesterbro kanal Tv. Sjónvarpstöðin sínir fræðslu þætti af öllu tagi á daginn , eftir miðnætti eru fræðsluþættir fyrir fullorðið fólk. Það skal tekið fram að útsending frá þessu viðtali var á kvöldmatartíma, eða nákvæmlega kl. 20.00.
mandag den 29. oktober 2007
Halloween í C.F Möllers Allé 10.
Já Halloween hátíð í bæ ! Það kom nú svolítið á óvart hversu mikið danirnir halda uppá þessa hátíð hérna. Auðvitað vildum við vera með, svo ég skurðmeistarinn Auður skar þetta litla krúttlega ker út. Gauti var aðstoðarmaðurinn minn, en ég held að honum hafi ekki fundist kerið vera nógu grimmdarlegt á svipinn...svo karlinn er aðeins góðlegur. Planið var nú að kaupa stórt ker en það var uppselt í Irmu þannig að þetta var úr valinu. Ekki var þetta mín frumraun en ég skar út stórt grasker þegar ég var aðeins 18 ára gömul í Lundúnum.
Kerið naut sín vel á ljósbláa skattholinu, við kveldverðarboðið á sunnudagskvöldinu var.
það heitasta í Bella-center.
Hér má sjá sýnishorn af nýjust skóm Auðar Maríu. Það sést vel að aðal litirnir eru gylltir, brúnir og svo þessi klassíski svarti llitur. Skórnir eru allir vandaðir, gylltu skórnir koma úr Ilse Jacobsen-Hornbæk og einnig brúnu leðurstígvélin. Svörtu skórnir sem eru fremst eru frá Bertie, svöru stuttu stígvélin sem eru ansi mikið heit núna koma frá Vagabond og eru keyptir í Nilson, brúnu sætu skórnir eru frá Aldo, svo eru svörtu leðustígvélin aftast frá NineWest. Leyfði nú gúmmístígvélunum að vera með þar sem að þau hafa komið að góðu gagni og eru yndislega hlý og kósý, en þau eru frá Skoringen. Vil gjarnan taka það fram að skónum var stillt upp á fína glerborðinu okkar í Liatorp línunni.
Abonner på:
Opslag (Atom)