Ora grænar baunir á boðstólnum um jólin í Danmörku.
Vegna mikillar eftirspurnar frá Íslenskum námsmönnum í Kaupmannahöfn og þá sérstaklega á Íslandsbryggju, hef ég hafið sölu á Ora grænum baunum. Enginn sannur Íslendingur getur verið án þeirra um jólin og það sem er enn betra að fátækir námsmenn geta borðað þær eintómar.
Verð á stykki er aðeins 30 kr danskar og bætist við sendingar kosnaður.
Sannað er að náttúrulega græna litarefni í baununum getur bætt námsárangur til mikilla muna.
2 kommentarer:
Taktu frá tíu dósir fyrir mig! Er séns að fá að borga þér í lok janúar.. þegar námslánin koma??
es. heldurðu að það sleppi að blanda dönsku hvítöli (líkist malti) og fanta lemon til að fá svona ekta íslenskt jólaöl eða ertu kannski líka að selja svoleiðis??
Ég get glatt fátæka námsmenn með því að ég bíð upp á svo kallaðar létt greiðslur sem binda þig ekki. Það eru sömu kjör og heima á íslandi. Þú kaupir 10 dósir enn færð 5 dósir og þarft svo ekki að borga fyrr enn í janúar og þá náttúrulega með smá vöxtum. Ég get líka glatt ykkur með því að segja að ég sel malt appelsín í hálfs lítra dósum sem kosta aðeins 500 kr stykkið auk sendingarkosnaðar.
Send en kommentar