tirsdag den 12. februar 2008

Mæðginadagurinn góði.



'A laugardaginn var ákváðum við Gauti að eiga saman dag, bara við tvö. Ferðinni var heitið niður í bæ, leyfði ég stráknum að ráða og hann valdi að fara í sívalaturninn á Köbmagergade (milli striks og Nörreport.) Þetta þótti honum mjög gaman og flott að horfa yfir borgina fögru. Svo enduðum við á veitinga stað,, Italiano pizzeria,, eithvað fyrir okkur. Snæddum þar dýrindis pizzur og ískalt kók með sítrónu í. ER hægt að gera mikið betur, en við gerðum þann samning okkar á milli að ég mætti kíkja í nokkrar skóbúðir og hann mátti fara í allar dótabúðirnar sem á vegi okkar var. Svo hann valdi sér smá lego og dreka hálsmen í HM !! Keypti mér enga skó, áttaði mig skyndilega á því að ég á flott skósafn sem að ekki er nauðsynlegt að bæta inní strax..kannski eftrir 1 mán eða svo. Hér kemur smá fróðleikur um sívalaturninn(maðurinn minn er af svo góðum ættum segir systir hans svo nú tekur hann við !)

Sívaliturn eða Rundetarn er ein af sérkennilegustu byggingum borgarinnar og er hluti af þrenningarkirkjunni.
Turninn var vígður árið 1637 og átti í fyrstu að verða stjörnu athugunar stöð. Segir sagan að árið 1716 hafi Pétur mikli rússakeisari riðið upp turninn í fylgt Katrínar miklu sem hann dró í eftirvagni. Glæsilegt útsýni yfir Kaupmannahöfn og nágrenni blasir við þegar komið er upp á topp turnsins.

2 kommentarer:

Munda sagde ...


mikill fródleikur í gangi gaman ad lesa
Munda

Anonym sagde ...

Sæl öll 5 stykkin mín! Auður og Gauti eru aldeilis flott í turninum, fínar myndir. Ykkar mamma og amma og tengdó.