mandag den 21. april 2008

Sveitaferð í Svíþjóð





Fyrir nokkrum vikum fórum við í heimsókn til sænsku ættingja okkar þeirra Stefáns, Karls Jóhanns og Ragnheiðar. Þau eru að gera upp gamlan bóndabæ sem liggur á milli Staffanstorp og Lundar. Þarna eru mörg útihús og íbúðarhúsið er að verða tilbúið og verður mjög glæsilegt.

Ívar að Baka.


Hér er Ívar að baka og vinirnir Oliver og Gauti að gæða sér á kökunni.

søndag den 20. april 2008

Hækkandi eldsneytis verð




Loksins er fjölskyldan búin að eignast fallegt ökutæki. Vegna hækkandi eldsneytis verðs þá var ákveðið að bíða með að kaupa bíl og þess í stað höfum við fjárfest í þessum fallega reið fák sem ber nafnið Nihola. Þetta er danskt handsmíðað hjól með 7. gírum og getur borið í körfunni allt að 100 kg. Við hjóluðum í gær um Amager og komum við í Christianiu sem muna má fífil sinn fegri enn við náðum þar fallegum myndum.

Matarboð hjá Láru






Við vorum svo heppin fyrir skömmu að vera boðin í matarboð til Láru nágrannakonu okkar. Maður dettur heldur betur í lukkupottinn að vera boðinn þangað, hún er snilldar kokkur konan. 'Islenskur humar í forrétt, ísl lambalæri í aðalrétt og hvorki meira né minna marengs kaka, kaffi og líkjör í eftirrétt. Sigga og Sibbu litlu sætu tvíbbarnir þær Gabríela og Jósefína voru líka boðin í veisluna. 'A fatasýningarmyndinni höldum við stelpurnar á fötum sem að kosta 95 þúsund íslenskar krónur, vá hljóta að vera ekstra vel saumuð úr hágæða þráðum. Takk fyrir okkur Lára okkar.