
onsdag den 31. oktober 2007
Frægðar sólin í Kaupmannahöfn

mandag den 29. oktober 2007
Halloween í C.F Möllers Allé 10.
Já Halloween hátíð í bæ ! Það kom nú svolítið á óvart hversu mikið danirnir halda uppá þessa hátíð hérna. Auðvitað vildum við vera með, svo ég skurðmeistarinn Auður skar þetta litla krúttlega ker út
. Gauti var aðstoðarmaðurinn minn, en ég held að honum hafi ekki fundist kerið vera nógu grimmdarlegt á svipinn...svo karlinn er aðeins góðlegur. Planið var nú að kaupa stórt ker en það var uppselt í Irmu þannig að þetta var úr valinu. Ekki var þetta mín frumraun en ég skar út stórt grasker þegar ég var aðeins 18 ára gömul í Lundúnum.

Kerið naut sín vel á ljósbláa skattholinu, við kveldverðarboðið á sunnudagskvöldinu var.
það heitasta í Bella-center.


Mömmu strákur

Öndvegis hjónin María og Davíð komu ásamt dætrum sínum þeim Ísafold og Laufeyju í mat til okkar um helgina. Á boðstólnum var lambalæri og brúnaðar kartöflur. Reyndar var lambið ekki frá íslandi heldur hinum megin af hnettinum. Þó það hafi verið flutt nokkur þúsund kílómetra þá var töluvert lægra kílóverð á því enn í Samkaup Úrval á Sigló. Svo var ís, jarðaber og marssósa í eftirrétt ásamt expresso kaffi. Mikið var gaman að fá þau í heimsókn.
lørdag den 27. oktober 2007


Bjartasta von Víkingslækjarættarinnar í heimsókn.


Frænka Arnars hún Elsa og hennar kærasti hann hjalti komu í heimsókn um síðustu helgi. Þau eiga ættir að rekja í Grafarvoginn. Núna eru þau flutt til Danmerkur og stunda nám hér í borginni. Elsa er orðin 20 ára og þar sem við vorum ekki búin að átta okkur á því hvað þau voru gömul þá þorðum við ekki að senda þau heim eftir matinn því klukkan var orðin átta og það var komið myrkur. Við höfum ekki séð Elsu almennilega í 10 ár og þá var hún væntalega bara 10 ára. Þetta var því ákveðið stökk að sjá hana með ungan dreng upp á arminn. Enn mikið svakalega eru þau sæt og dugleg.
tirsdag den 16. oktober 2007
Matarboðið

Við fórum á sunnudagskvöldið í matarboð hjá Arnari B,Helgu og Ástu Hlín, vinum okkar á Íslandsbryggju. Maturinn var dásamlegur og rann vel niður. Við pössuðum okkur svo á því að láta tvö eldri börnin sofna vel hjá þeim svo ekki væri hægt að vekja þau þegar við lögðum af stað heim á leið. Þau gistu því hjá þeim og voru alsæl með það.
Á myndinn er Ívar Franz að spjalla við vinkonu sína hana Ástu Hlín.
Ívar að ryksuga í Malmö

Hérna má sjá hann 'Ivar Franz yngsta son okkar fá fullkomna útrás fyrir eina af mikilvægustu þörfum sínum sínum, það er að ryksuga. Hann fékk glóðvolgt tækifæri til þess í leikfangaversluninni BR í Malmö, hann fékk tilboð í að koma þangað daglega seinniparta vikunnar ! Aðstoð hans hans var sem sagt meira en vel þegin.
Góður laugardagur í Malmö
Minnsti flatskjár sem sögur fara af á Íslandsbryggju.

Ef vel er að gáð sést flatskjár á sjónvarps borðinu á þessari mynd. Þennan flatskjá sá ég á Íslandsbryggju um daginn hjá íslensku pari sem stundar háskóla nám hér í borginni. Skjárinn er af tegundinni Phony og er með innbyggðu kassettu tæki og video tæki. Það er ótrúlega gaman að sjá að námsmenn geta nú í fyrsta skipti keypt sér flatskjá og verið með í tækni byltingunni. Þó þeir þurfi að sitja nær tækinu enn þeir sem hafa meiri kaup getu.
søndag den 7. oktober 2007
tirsdag den 2. oktober 2007
Fjölskyldu göngutúr.

Við fórum um helgina í langan göngu túr. Með í för var Ísafold vinkona okkar. Við tókum metro niður á Kóngsins nýja torg og gengum þar meðfram ný höfn og alla leið að litlu hafmeyjunni, þar sem þessi mynd var tekinn. Því næst gengum við um austurbrú og alla leið á metro stöðina á Forum í frederiksberg.
Abonner på:
Opslag (Atom)