mandag den 29. oktober 2007

Halloween í C.F Möllers Allé 10.

Já Halloween hátíð í bæ ! Það kom nú svolítið á óvart hversu mikið danirnir halda uppá þessa hátíð hérna. Auðvitað vildum við vera með, svo ég skurðmeistarinn Auður skar þetta litla krúttlega ker út. Gauti var aðstoðarmaðurinn minn, en ég held að honum hafi ekki fundist kerið vera nógu grimmdarlegt á svipinn...svo karlinn er aðeins góðlegur. Planið var nú að kaupa stórt ker en það var uppselt í Irmu þannig að þetta var úr valinu. Ekki var þetta mín frumraun en ég skar út stórt grasker þegar ég var aðeins 18 ára gömul í Lundúnum.
Kerið naut sín vel á ljósbláa skattholinu, við kveldverðarboðið á sunnudagskvöldinu var.

1 kommentar:

Elsa sagde ...

Mér finnst þetta bara ægilega fínt grasker.. fátækir námsmenn líkt og við Hjalti vorum því miður ekki með grasker, en ég man vel eftir því að við mamma og jenný gerðum það í Danmörku áður fyrr...
og víst að Auður hefur skorið risa grasker í London hlýtur þetta bara peace of cake auðvelt ;)