lørdag den 29. september 2007

Danskir vinir okkar




Hér eru myndir af börnunum með dönskum vinum okkar, hjónunum Leif Ingo Nielsen og Stine Nielsen. Þau búa í Frederiksberg og eru okkur mjög kær.


Stórtónleikar með Ace of base


Stórtónleikar með Ace of base í Forum.


Við hjónakornin höfum látið margt fram hjá okkur fara m.a tónleika með Gwen Steffani og Rolling stones. En fáum við nú glæst tækifæri sem við getum ekki látið fram hjá okkur fara. Það eru tónleikar með Ace of base hinni stórgóðu sænsku grúbbu. Tónleikarnir eru ekki fyrr enn í nóvember, svo við höfum gert þann samning að gefa hvort öðru þetta í afmælisgjöf. Þar sem við eigum bæði afmæli í nóvember. Við neitum því ekki að það fer um okkur mikill fiðringur þegar við hugsum um lagið " All thats she wants, is another baby"

Látum hér fylgja mynd af þeim sem að okkur finnst vera ein sú besta sem að við höfum séð af þeim sem eru margar. Fluttum einn kassa af plaggötum með okkur.

fredag den 28. september 2007

Fair pay please

Okureyjan Ísland
Við vorum í nokkur ár áskrifendur af tímariti heima hjá Birtingi útgáfufélagi. Þegar við svo fluttum hingað þá vissum við ekki að við skulduðum 1.335 kr . Við fengum rukkun í dag frá innheimtu fyrirtæki sem hljóðaði meðal annars svo.
Notaðu tækifærið núna á meðan kosnaðurinn er ekki orðinn hærri. Ef þú greiðir innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs eða semur við okkur um skuldina mun innhemtu þóknun Intrum ekki hækka frekar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið sundurliðum við skuldina svona:
Samtals eldri skuld: 1.135
Kosnaður Kröfuhafa: 673
Dráttarvextir: 82
Innheimtuþóknun Intrum: 2.200
Samtals til greiðslu nú : 4.290 krónur

Ég hringdi svo í dag og spurði hvort næst yrði von á handrukkara frá þeim svona í gríni. Spyr sjálfan mig afhverju ekki séu leifðir okurlánarar heima á Íslandi, það væri örugglega hægt að fá betri kjör hjá þeim. Að mínu mati er þetta ekkert annað enn siðleysi.

Klúbburinn hennar Katrínar


Klúbburinn hennar Katrínar Valdísar
Katrín Valdís er í Klúbb. Það er einskonar fridishjemme. Enn er kallað klúbbur þegar maður er kominn í fjórða bekk. Þarna er einskonar húsdýragarður með allskonar dýrum einsog Geit, hestum, mink og Kanínum. Katrín fer í klúbbinn eftir að skóla líkur á daginn og er þar oftast í tvo til þrjá klukkutíma. Hér eru tvær myndir þaðan.

Tomas Leonard


Tomas Leonard fæddur þann 5.september 2007

Við duttum heldur betur í lukkupottinn um daginn þegar við eignuðumst þennan fallega frænda. Hann hefur verið nefndur Tomas Leonard og er sonur Sollu og Tomppe. Hann á heima í Gautaborg. Við Óskum foreldrunum innilega til hamingju.

onsdag den 26. september 2007

Nokkrar línur Frá Kóngsins

Nokkrar línur frá Kóngsins Köbenhavn.

Allt yndislegt að frétta. Haustið er litskrúðugt hér í Kaupmannahöfn. Það er komnir fallegir litir á tré og runna. Því miður verður það að bíða enn um sinn að ég setji inn myndir, því ég lánaði
A B Ólafssyni Námsmanni á Íslandsbryggju Kortalesarann minn og fæ hann ekki aftur fyrr enn í næstu viku. Ívari Franz gengur vel í aðlöðun í leikskólanum Snorretoppen sem er á Íslandsbryggju. Deildin hans heitir poppcorn. Leikskólarnir hér eru nokkuð öðruvísi enn á Íslandi. Það er ekki allt í eins föstum skorðum og heima. Ívar labbar út á leiksvæði og inn á deild og milli deilda ákveðin tíma dagsins.

A H J

søndag den 23. september 2007



Út um um gluggan er gott útsýni. Margir kannast við Bella center, og fjær sést í Íslandsbryggju og miðborgina.
Starfsmaður mánaðarins.
Hér er ég á fallega vinnubílnum, grænn frá toppi til táar. Ekki amalegt að vera farin að vinna fyrir Skælskor Anlægsgartnere A-S sem er stærsta garðyrkjufyrirtæki Danmerkur. Með um 200 fasta starfsmenn og ég er eini íslendingurinn. Bíð bara eftir því að vera valinn starfsmaður mánaðarins.

Nonni afi, eða Nonni flauta einsog hann er einnig kallaður varð þeirra gæfu aðnjótandi að hitta öll barnabörnin sín fjögur um daginn. Það gerðist hérna í Kaupmannahöfn. Þá kom Karl Jóhann sonur Ragnheiðar systur og Stefans frá Staffanstorp í Svíþjóð þar sem þau búa. Karl Jóhann er fjörugur og skemmtilegur strákur. Við erum búin að hitta hann nokkrum sinnum í sumar og það er alltaf jafn gaman.

Karl Jóhann er annar frá vinstri.

lørdag den 22. september 2007

Hjóna svipur?



Frá Vinstri: Dianna nágranni okkar og vinkona katrínar, Munda og Per vinir okkar í afmæli hjá Gauta. Munda aðstoðaði okkur við að flytja til Danmerkur. Þau búa rétt hjá okkur í Tarnby.

Þarna erum við Katrín á leið með Metro niður á Fredriksberg í heimsókn til Ömmu Valdísar.

Gauti Heimir Arnarsson varð 7.ára gamall þann 9.september síðastliðin.

Fyrsta færslan


Þetta er tilraun til að halda úti bloggsíðu. Eithvað gengur ílla að færa inn myndir, enn tæknilegur ráðgjafi minn A B Ólafsson er að vinna að því að ég geti sett þær inn. Er annars einn heima með drengina mína tvo þar sem konan skrapp í utanlandsferð til Gautaborgar. Verður þar í þrjá daga til að heimsækja systur sína og mág sem eru nýbúin að eignast son. Annars er allt gott héðan frá Kaupmannahöfn og veður er gott.

Arnar Heimir Jónsson