onsdag den 31. oktober 2007

Frægðar sólin í Kaupmannahöfn

Já nú mega Frikki Weishappel á Laundromat og Jóhannes í Bónus í Magasin fara að vara sig því að önnur útrás íslenskra víkinga hefur gert var við sig í Kaupmannahöfn. Garðyrkju víkingurinn sem var í síðustu viku að eyða plöntu sem margir hafa drukkið og kallast humlar, humlarnir hafa fokið frá Carlsberg verksmiðjunni yfir í Enghave park. Það var skrítin tilhugsun fyrir bindindismannin að lenda í þessari reynslu enn ágætis útrás. Fyrir vikið var sjónvarpið komið á staðinn til að taka viðtal við hinn dejlige og skönne islending Amar eins og hann er oftast kallaður. Það var ung kona sem líklegast er ekki dýraverndunarsinni sem kom frá hinni þekktu sjónvarpstöð Vesterbro kanal Tv. Sjónvarpstöðin sínir fræðslu þætti af öllu tagi á daginn , eftir miðnætti eru fræðsluþættir fyrir fullorðið fólk. Það skal tekið fram að útsending frá þessu viðtali var á kvöldmatartíma, eða nákvæmlega kl. 20.00.

4 kommentarer:

Arnar Olafsson sagde ...

Sæll Arnar minn, við reyndum að ná útsendingunni því við höfðum frétt af því að ein stærsta sjónvarpsstöð Dana hefði tekið viðtal við þig, en því miður gekk það ekki upp. Við vorum búin að stilla inniloftnetið okkar út í glugga ofan á ofninn, og búin að kveikja á flatskjánum, en þessi sjónvarpsstöð, Vesterbro Kanal Tv, næst ekki á Íslandsbryggjunni því þeir eru búnir að loka hér á allar klámrásir. En það var gaman að sjá að þér tókst að ná ljósmynd af sjónvarpinu þínu, breiðbaknum, mjög góð mynd. Það kæmi mér nú ekki á óvart þó að frægðarsól þín eigi eftir að rísa hærra. Þinn vinur Hr. Olafsson. Ps. er möguleiki á að fá þig til að passa fyrir okkur næsta miðvikudag, það eru tónleikar með Ase of Base í Kulturhúsinu á Íslandsbryggju, ég get gert þér einhvern greiða í staðinn.

Bústýran sagde ...

Reyndar er ég búin að panta Arnar H hinn fræga til að passa fyrir okkur Þorvald, en það er sko ekki til að fara á tónleika með Ace of Base...og því síður til að framleiða fræðsluþætti fyrir Vesterbro Kanal Tv...

jennyljosa sagde ...

Ekkert smá stolt af uppahalds bróður mínum, eins og ég hef alltaf sagt þá er leiðin bara upp á við, ég meina garðyrkjumaður hennar hátignar og í útsendingu hjá stórri sjónvarpsstöð á besta tíma..
Heill sé þér bróðir sæll, þinn tími er að koma

Fíllinn sagde ...

Sýnist þú vera búinn að ná augnkontakt við dömuna loðnu, Graðpungur