søndag den 17. februar 2008

Vetrarfrí





Drageyri eða Dragör pa dansk er á suðausturhluta Amager og var á miðöldum mikilsverð síldveiðihöfn þar sem söltuð var síld og seld víða um heim. Þegar síldveiði minnkaði varð Drageyri einkum kunn sem hafnsögumannsbær. Lengi lögðu skip Íslands upp frá Drageyri og lætur Halldór Laxness Jón Hreggviðsson bónda á Rein leggja upp í síðustu ferð sína til Íslands í skáldsögunni Íslandsklukkunni með þeim orðum að það sé góðs viti að leggja af stað til Íslands frá Drageyri. Við heimsóttum staðinn með Mundu á Fimmtudaginn. Það var smá svona sigló síldar stemmning í bænum. Þetta er mjög vinalegur bær með fallegum byggingum og smá miðbæ. Við fórum líka út í gamallt virki frá því um 1914 og þar var tekinn mynd af Katrínu og Gauta, í baksýn má sjá brúnna sem tengir Danmörk við Svíþjóð.

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Skrifað þann 17. febrúarmánaðar, þegar 2008 ár hafa liðið frá fæðingu Kristus.
Mikið þótti mér gaman af þessari dagsglósu (bloggi). Léttleikin svífur hér yfir vötnum en þrátt fyrir að aldrei sé langt í spaugið og gleðina er samt ekki hér komið að tómum kofanum þegar hugað er að fróðleik og athyglisverðum hugleiðingum. Höfundi tókst sérstaklega vel upp þegar vitnað var í skáldverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Ef til vill mætti huga betur að myndefni, því þótt myndirnar væru fallega byggðar upp, var eins og skerpuvandræði (fócus) væru til staðar á stöku stað. En í heildina, vel skrifuð dagsglósa sem ber höfundi sínum vitni um dugnað, atorku og hugmyndaauðgi. Með kveðju til allra landsmanna innan lands sem utan,
þess óskar, Grímur Hallgrímur Hallgrímsson, frá Neðri-Þúfu, Snæfellsnesi.

jennyljosa sagde ...

Hæ hæ, baunabúar
hvað er nú að frétta af sambýlingunum ?