lørdag den 29. september 2007

Stórtónleikar með Ace of base


Stórtónleikar með Ace of base í Forum.


Við hjónakornin höfum látið margt fram hjá okkur fara m.a tónleika með Gwen Steffani og Rolling stones. En fáum við nú glæst tækifæri sem við getum ekki látið fram hjá okkur fara. Það eru tónleikar með Ace of base hinni stórgóðu sænsku grúbbu. Tónleikarnir eru ekki fyrr enn í nóvember, svo við höfum gert þann samning að gefa hvort öðru þetta í afmælisgjöf. Þar sem við eigum bæði afmæli í nóvember. Við neitum því ekki að það fer um okkur mikill fiðringur þegar við hugsum um lagið " All thats she wants, is another baby"

Látum hér fylgja mynd af þeim sem að okkur finnst vera ein sú besta sem að við höfum séð af þeim sem eru margar. Fluttum einn kassa af plaggötum með okkur.

1 kommentar:

Arnar Olafsson sagde ...

Gaman,að sjá hvað þið hafið þroskaðan og góðan tónlistarsmekk, enda ekki von á öðru þar sem mikil tónlist er í ættinni, og sjálfur söng fjölskyldufaðirinn í Óperukórnum, Karlakór Reykjavíkur, Kirkjukórnum á Siglufirði og nú síðast með kór garðyrkjumanna í Tårnby, ef ég man rétt. Til hamingju með þetta, ég skal svo fara að skila plötunum með Michael Bolton, sem þú lánaðir mér nýverið, ég hlutstaði reyndar ekki á þær, en Ásta Hlín og Lára Huld höfðu gaman af þeim.