fredag den 28. september 2007

Fair pay please

Okureyjan Ísland
Við vorum í nokkur ár áskrifendur af tímariti heima hjá Birtingi útgáfufélagi. Þegar við svo fluttum hingað þá vissum við ekki að við skulduðum 1.335 kr . Við fengum rukkun í dag frá innheimtu fyrirtæki sem hljóðaði meðal annars svo.
Notaðu tækifærið núna á meðan kosnaðurinn er ekki orðinn hærri. Ef þú greiðir innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs eða semur við okkur um skuldina mun innhemtu þóknun Intrum ekki hækka frekar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið sundurliðum við skuldina svona:
Samtals eldri skuld: 1.135
Kosnaður Kröfuhafa: 673
Dráttarvextir: 82
Innheimtuþóknun Intrum: 2.200
Samtals til greiðslu nú : 4.290 krónur

Ég hringdi svo í dag og spurði hvort næst yrði von á handrukkara frá þeim svona í gríni. Spyr sjálfan mig afhverju ekki séu leifðir okurlánarar heima á Íslandi, það væri örugglega hægt að fá betri kjör hjá þeim. Að mínu mati er þetta ekkert annað enn siðleysi.

Ingen kommentarer: