lørdag den 1. december 2007

Amore, ást án landamæra.


Ástin er ótrúleg. Rétt eftir miðja síðustu öld, nánar tiltekið 1990 skrapp Solla núverandi mágkona mín og systir mín til Gautaborgar. Þar hitti hún fyrir frinnskan draumaprins og er fyrsta myndin af þeim í faðmlögum við það tækifæri. Takið eftir snjóþvegnu gallabuxunum og permanettinu sem margir eru búnir að gleyma hvernig leit út. Þau hittust svo ekki fyrr enn 15 árum seinna fyrir algera tilviljun og tókust þá ástir aftur með þeim. Þau höfðu ekki gleymt hvort öðru og hugsuðu oft til hvors annars. (þó útlitið væri nú örlítið breytt, engar snjóþvegnar buxur og aðeins færri hár og sveifluminni toppur. ) Fljótlega eftir þetta varð mágkona mín og systir barnshafandi eftir finnska prinsinn og nú fyrir nokkrum mánuðum fæddist þeim yndislegur sonur sem ber það fallega nafn Tómas Leonard Tanska. Þau hafa búið sér fallegt heimili í fallegri og bjartri íbúð með litlum sætum bakgarði í úthverfi Gautaborgar, einnig má þess geta að með þeim býr kötturinn Tarja sem að er að tegundinni ragdoll. (vonum að það sé rétt ritað hjá okkur. ) Hún er afskaplega falleg læða en jafnframt mjög vör um sig og að því leyti ólík syni okkar honum Steinríki. 'oskum við litlu fjölskyldunni farsældar á komandi árum og óskum þeim alls hins besta.




1 kommentar:

Arnar, Audur, Katrín, Gauti, Ívar, Ída og Steini. sagde ...

Haha þessi amore mynd er mjög fyndin af Sollu og Tommpe. Tommpe er eins og stelpa! haha kveðja Katrin Valdis.