fredag den 28. december 2007

Oriental ást í C:F Möllers Allé 10.


Þá hefur Steini loks eignast félaga hérna í Danmörku, því að nágrannarnir á móti okkur heilluðust algerlega af Steina enda ekki furða þegar um er að ræða verðlaunakött. Þau sem sagt fengu sér oriental kettling fyrir skömmu, en það er tæplega fimm mánaða læða, Mika litla. Steini situr oft við útidyrahurðina og bíður eftir því að fá að komast yfir og hitta draumadísina sína Miku. Stundum finnst Steina hún vera fullfjörug, og er hann eftir sig þegar hún fer heim. Svona er kvennkynið stundum fullfjörugt.

2 kommentarer:

Helga sagde ...

Kæru vinir! Í ljósi þeirrar staðreyndar að þið hafið búið hér í Kaupmannahöfn í um ár þykir mér undarlegt að vita að þið hafið ekki enn heimsókn Dragör sem er lítið þorp á eyjunni okkar. Það er eins og að búa í Reykjavík og hafi aldrei komið til Kópavogs. En hvað um það, kærar kveðjur og takk fyrir góðar stundir á liðnum árum.

Ykkar vinir á Íslandsbryggjunni

Helga sagde ...

bara ég aftur.. vildi bara þakka ykkur fyrir komuna í dag - það var ótrúlega gaman að fá ykkur loksins í heimsókn. Ég var búin að segja við ykkur að ég yrði nú sjálfsagt að skrifa ritgerðina til hálf fjögur í staðinn.. og það passar. Nú er klukkan 03:47 og ég er BÚIN! Nema ég fái áfall þegar ég les þetta yfir á morgun hehe

ps. svo er það bara Malmö við fyrsta tækifæri??